Toggle navigation

Reglur Kredia um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Kredia ber ábyrgð á því að gæta þinna persónuupplýsinga og tryggja að þær séu nýttar á lögmætan hátt. Reglur okkar um persónuvernd fjalla ítarlega um hvernig við nálgumst persónuupplýsingar og hvaða persónuupplýsingar við notum. Við ábyrgjumst að vernda þær persónuupplýsingar sem tökum á móti og öflum. Með því að nota vefsvæði Kredia og þjónustu þess, samþykkir þú öflun, vinnslu og áframsendingu á þeim persónuupplýsingum sem eiga við í samræmi við eftirfarandi reglur.

Öflun upplýsinga

Kredia safnar persónuupplýsingum á marga vegu.

Við fáum upplýsingar sem þú gefur sjálf(ur) þegar þú átt í samskiptum við okkur, í gegnum vefsvæði okkar, samfélagsmiðla, bréfpóst, tölvupóst, síma, netspjall og aðrar samskiptaveitur.

Við söfnum sjálfkrafa upplýsingum þegar þú notar vefsvæði okkar eða þjónustu. Sjálfvirk söfnun á sér stað í gegnum vefkökur og aðra svipaða tækni. Nánar má lesa um meðhöndlun og framkvæmd þeirra í ”Reglur um vefkökur”

Við söfnum einnig upplýsingum frá þriðja aðila. Þar á meðal eru uppflettingar í skrám Creditinfo eða sambærilegra fyrirtækja, skrám Þjóðskrár eða sambærilegra stofnanna og skrám tengdra fyrirtækja Kredia í samræmi við lög um persónuvernd og eftirfarandi reglur.

Hvaða gögn eru sótt?

 1. 1. Upplýsingar sem þú útvegar okkur

Upplýsingar sem þú gefur okkur eru: Nafn, kennitala, heimilisfang, tölvupóst, símanúmer, kyn og banka-  og kortaupplýsingar sem eiga við. Við skráum og höldum utan um þessar upplýsingar í samræmi við eftirfarandi reglur.

 1. Sjálfvirk söfnun upplýsinga

Í hvert sinn sem þú sækir vefsvæði Kredia á sér stað sjálfvirk söfnun upplýsinga. Eftirfarandi gögn eru skráð.

 • Tæknilegar upplýsingar sem skráðar eru um þína heimsókn: IP-tala (e. Internet Protocol address), nafn internetþjónustuaðila (fjarskiptafyrirtæki), tegund vafra og útgáfa, tímabeltisstillingar, viðbætur á vafra (plug-in) stillingar og útgáfur, stýrikerfi og útgáfa þess, skjáupplausn, staðsetning notenda og stillingar á letri.
 • Upplýsingar sem skráðar á meðan heimsókn þinni stendur: Full slóð (URL e. Uniform Resource Locator) og hvaða heimsóknin kemur til og frá vefsvæði Kredia. Leitir á vefsvæði og gögn sem þú gætir hafa nálgast á vefsvæðinu (þ.m.t. HTML síður, myndir o.s.frv.). Tími á vefsvæði, villur við niðurhal, me rammar (e. me frame) fyrir viss vefsvæði, upplýsingar um aðgerðir á síðu (þ.m.t. smellir, skruningar og hreyfingar á mús) auk símanúmers ef haft er samband við þjónustuver okkar.
 1. 3. Upplýsingar frá þriðja aðila

Við gætum þurft að nálgast upplýsingar um þig frá þriðja aðila, þ.á.m. frá tengdum fyrirtækjum, Creditinfo eða sambærilegum fyrirtækjum og Þjóðskrá eða sambærilegum stofnunum. Við nálgumst þessar upplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og samþykki þitt ef þess þarf.

Þegar þú sækir um lán eða sambærilega þjónustu hjá Kredia gætum við þurft að fletta upp eftirfarandi gögnum að gefnu samþykki:

 • Kanna stöðu þína á VOG vanskilaskrá og öðrum skrám til að kanna lánstraust í tengslum við væntanleg eða yfirstandandi lánsviðskipti eða vegna innheimtu á gjaldföllnum kröfum.
 • Upplýsingar sem þú hefur gefið tengdum fyrirtækjum þegar þú sækir um lán eða sambærilega þjónustu hjá okkur.
 • Upplýsingar frá bankastofnunum, innheimtufyrirtækjum og kortafyrirtækjum varðandi greiðslur til okkar.
 • Gögn um lánshæfismat, skuldastöðu og eignastöð hjá Creditinfo að gefnu upplýstu samþykki.

Ástæður fyrir söfnun og vinnslu persónuupplýsinga

Við nálgumst og vinnum úr persónuupplýsingum svo þú getir notað þjónustu okkar, til að bæta okkar vörur og þjónustu, í markaðslegum tilgangi og til að verja okkar hagsmuni ásamt hagsmunum þriðja aðila. Við nálgumst og vinnum einnig persónuupplýsingar til að fara eftir lögum sem eiga við um Kredia hverju sinni, þ.á.m. lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Við notum persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi.

 • Til að vinna út umsókn þinni um lán eða sambærilega þjónustu.
 • Til að staðfesta og sannreyna hver þú ert.
 • Til að meta lánshæfi þitt og getu til að endurgreiða þá þjónustu sem þú sækir um áður en hún er veitt.
 • Til að koma í veg fyrir hvers kyns fjársvik eða blekkingar, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og önnur brot á lögum.
 • Til að uppfylla lagalegar skyldur Kredia gagnvart löggjafa, þ.á.m. vegna laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 • Til að geta haft samband við þig varðandi breytingar á okkar þjónustu, vörum eða skilmálum.
 • Til að framkvæma endurgreiðslur.
 • Til að bæta vörur og þjónustu okkar.
 • Til að fylgjast með og bæta vefsvæði okkar, fylgjast með öryggi þess og að trygga að upplýsingar á því séu aðgengilegar.
 • Til að þróa nýjar vörur og þjónustu
 • Til að bæta markaðssetningu (þ.m.t. vefsvæði, farsímaviðmót, bréfpóstur, tölvupóstur og smáskilaboð) okkar og tengdra fyrirtækja. Þetta á einnig við að persónulega markaðssetningu.
 • Til að prufukeyra, uppfæra og betrumbæta nýja tækni varðandi auðkenningu notenda, áhættustýringu, mati á greiðslugetu og hindrun á fjársvikum og peningaþvætti.
 • Önnur lögmæt notkun í samræmi við skilmála okkar

Hve lengi eru gögnin geymd?

Við geymum upplýsingar um þig eins lengi og þær eru nauðsynlegar í samræmi við nýtingu þeirra.

Samkvæmt lögum um peningaþvætti ber okkur skylda til þess að geyma upplýsingar og gögn sem tengjast fjármálagjörningum í 5 ára frá því að samningi lýkur eða frá síðustu greiðslu.

Við geymum upplýsingar um þig eftir að viðskiptasamband milli Kredia og þín lýkur. Þetta er gert svo komast megi að niðurstöðu ef upp kemur ágreiningur sem varðar fyrrum viðskiptasamband og eða ef löggjafi kallar eftir gögnum.

Hins vegar geymum við ekki upplýsingar lengur en þörf krefur í samræmi við nýtingu þeirra, tegund gagna og þeim lögum sem Kredia er bundið.

Dreifing á gögnum

Persónuupplýsingum verður deilt, með þínu samþykki og mögulega án þess til dæmis eftir kröfu löggjafa. Upplýsingum er deilt innan eCommerce2020 samstæðunar, og með samstarfaðilum, þ.á.m. fjármálafyrirtækjum, innheimtustofnunum og hýsingaraðilum.

Enn fremur kunnum við að deila upplýsingum til tengdra aðila og sérstakra þriðju aðila til að uppfylla samninga og skyldur okkar gagnvart þér eða í öðrum tilgangi sem rúmast innan lögmætrar notkunar á þeim upplýsingum sem deilt er. Hér má sjá lista af mögulegri notkun gagna og tilgang þeirrar notkunar.

 • Með þeim sem veita þjónustu fyrir okkar hönd, til að staðfesta og sannreyna hver þú ert.
 • Með þeim sem þjónusta okkur, þ.á.m. hýsingaraðilar og þeir sem sinna vefþróun, fyrirtækjum sem meta lánshæfi, innheimtufyrirtækjum, fyrirtækjum sem meta áhættu og koma í veg fyrir svik, þjónustuveri, fyrirtækjum sem vinna markaðssetningu fyrir eCommerce2020 samstæðuna, eftirlitsstofnunum og greiningaraðilum.
 • Til að bæta vörur og þjónustu okkar.
 • Samkvæmt fyrirskipun eða í samvinnu við eftirlitsstofnanir, lögreglu og dómstóla samkvæmt þeirra heimildum og kröfum hverju sinni, til að verja okkar rétt, þitt öryggi eða öryggi annarra, sem og til rannsókna á peningaþvætti eða fjársvikum.
 • Til að sanna, rannsaka og koma í veg fyrir hvers kyns fjársvik til að takmarka áhættu.
 • Til að sanna, rannsaka og koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 • Með öðrum svipuðum fyrirtækjum, t.d. lánafyrirtækjum og kortafyrirtækjum, viðeigandi ríkisstofnunum og öðrum þriðju aðilum með það að markmiði að meta lánshæfi þitt og getu til að endurgreiða þá þjónustu sem þú sækir um áður en hún er veitt.
 • Til þess að innheimta og framkvæma sjálfvirkar endurgreiðslu í samræmi við þjónustusamning gætum við þurft að deila upplýsingum um þig til aðila sem bjóða upp á greiðslulausnir og innheimtu.
 • Í tilfelli greiðslufalls, nauðasamninga eða gjaldþrots gætum við þurft að deila upplýsingum um útistandandi skuldir og skuldara okkar til innheimtuaðila eða skiptastjóra.
 • Með greiningaraðilum og sérfræðingum í leitarvélabestun til að fylgjast með og bæta vefsvæði okkar, fylgjast með öryggi þess og að trygga að upplýsingar á því séu aðgengilegar.
 • Ef til sölu á öllum hlutum fyrirtækisins eða færslu rekstrar til annars aðila gætu upplýsingu um þig verið deilt.

Þegar gagnaflutningur á sér stað erum við skyldug til þess að tryggja að móttakandi gagnanna fylgi sömu öryggisstöðlum varðandi öryggi og meðhöndlum persónuupplýsinga eins og við. Þínar upplýsingar geta verið meðhöndlaðar, geymdar og látnar þriðju aðilum í té á grundvelli stefnu okkar, samnings milli okkar og þín ásamt þeim stöku tilvikum þegar þú gefur samþykki fyrir því. Við göngum eins langt og skynsamlega er hægt að ætlast til við að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna í samræmi við stefnu okkar um vernd persónuupplýsinga að teknu tilliti til viðeigandi laga og reglugerða.

Hvaða réttindi hef ég yfir gögnum sem Kredia hefur safnað um mig?

Þú hefur rétt á að því að vita hvernig við meðhöndlum upplýsingarnar.

Þú getur fengið aðgang að þeim upplýsingum sem við meðhöndlum, hvaðan þeirra var aflað og hvernig við notum þær. Þú getur einnig fengið upplýsingar um hver tekur við upplýsingum um þig, að því marki að það sé vitað.

Réttur þinn til aðgangs að þessum upplýsingum getur verið takmarkaður af lögum, t.d vegna verndar upplýsinga um aðra eða til verndar grunnstoða félagsins. Enn fremur getum við takmarkað aðgengi að höfundarvörðu efni, viðskiptaþekkingu, innri ferlum og efni sem tengjast ekki beint þeim upplýsingum sem krafist er.

Réttur til að hafna beinni markaðssetningu

Þú hefur, á hvaða tíma sem er, rétt til þess að hafna því að upplýsingar um þig séu notaðar við beina markaðssetningu og gerð persónusniðs í tengslum við markaðssetningu.

Persónusnið og sjálfvirk upplýsingavinnsla

Sjálfvirk upplýsingavinnsla er upplýsingavinnsla sem gerð er sjálfvirkt af þeim kerfum sem við notum. Þegar slík vinnsla er unnin, meðal annars við gerð persónusniðs, er það gert í samræmi við 22. gr. laga persónuvernd. Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar og rökstuðning fyrir því hvernig vinnslan fór fram sem og um þær afleiðingar sem af henni leiða. Ef fyrir liggur sértæk ákvörðun sem byggist á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga og hún varðar persónulega hagi eða hefur verulega þýðingu fyrir þig, getur þú krafist þess að fá ákvörðunina handunna.

Leiðrétting eða eyðing upplýsinga

Ef upplýsingar eru rangar, villandi eða ófullkomnar eða þeirra hefur verið aflað án tilskilinnar heimildar, hefur þú rétt á því að fá þær leiðréttar eða eytt, í samræmi við rétt þinn samkvæmt lögum.

Takmörkun á meðhöndlun

Ef þú véfengir réttmæti upplýsinga sem við höfum skráð, eða þú hefur hafnað notkun upplýsinga, hefur þú rétt á því að við takmörkum notkun upplýsinganna við varðveislu þeirra.

Þegar notkun upplýsinga er takmörkuð við varðveislu, er það aðeins gert þar til réttmæti þeirra hefur verið ákvarðað eða það hefur verið staðfest að okkar hagsmunir af notkun þeirra gangi framar þínum hagsmunum.

Í þeim tilvikum þar sem þú hefur rétt á eyðingu upplýsinga, getur þú þess í stað óskað eftir því að notkun upplýsinganna sé takmörkuð við varðveislu þeirra. Sé meðhöndlun upplýsinganna nauðsynleg til þess að halda uppi lögvörðum hagsmunum, mátt þú krefjast þess að önnur meðhöndlun upplýsinganna sé takmörkuð við geymslu hennar. eCommerce2020 hefur rétt á að meðhöndla upplýsingarnar, hafi það til þess lögvarðan rétt eða kröfu, eða þú hefur samþykkt slíka notkun.

Afturköllun samþykkis

Hafir þú gefir samþykki fyrir miðlun upplýsinga, sem nauðsyn er að hafa samþykki þitt til að miðla, getur þú á hvaða tímapunkti sem er haft samband við okkur og dregið til baka umrætt samþykki.

Gagnaflutningur

Ef við meðhöndlum upplýsingar á grundvelli samþykkis þíns eða samkvæmt samkomulagi og sé sú meðhöndlun sjálfvirk, hefur þú rétt á því að fá þær upplýsingarnar sendar til þín á rafrænu formi.

Við reynum okkar besta við að verja persónuupplýsingar þínar og geyma þær með öruggum hætti. Ef þú telur að þrátt fyrir þetta höfum við brotið á rétti þínum, þá óskum við þess að þú hafir samband við okkur og við leysum málið saman.

Þú hefur einnig rétt á því að leggja fram kvörtun til dönsku upplýsingaverndarstofnunarinnar, en upplýsingar um hana má finna hér að neðan:

Datatilsynet

Borgergade 28, 5

1300 København K

eða með tölvupósti: dt@datatilsynet.dk

Notar Kredia sjálfvirkar ákvarðanir til þess að taka ákvarðanir um mig?

Til þess að geta unnið umsókn þína hratt og örugglega framkvæmum við sjálfvirka ákvörðun varðandi lánshæfi og áhættumat á þér, til þess að geta haldið áfram með umsókn þína um auknar lánaheimildir.

Þessi síða er í eigu og er haldið úti af

eCommerce2020

Havnegade 39

1058 København K

CVR: 38073532

(Útgáfa: 1, gildir frá: 16.5.2018)